Kaffireikningurinn hækkar í myrkrinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2019 11:00 Óttarr með níðþungan doðrant og leiðist það ekki. „Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp