Alfreð: Var verkjaður í tvö ár og þurfti verkjatöflur til að komast í gegnum leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2019 11:00 Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15
Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58
Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25
Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55
Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15