Svo mælti Esther Vilar um kúgaða karla Arnar Sverrisson skrifar 8. október 2019 09:04 Esther Vilar fæddist árið 1935 þýskættuðu foreldri í borg hinna góðu vinda (Buenos Aires) í Argentínu. Hún nam læknisfræði í fæðingarborg sinni, en hélt síðan til Þýskalands, þar sem hún bætti við sig námi í sálfræði og félagsfræði. Esther hefur haft ýmsan starfa með höndum auk læknisstarfa. Árið 1971 skrifaði hún bókina um tamda eða skilyrta karlinn, „Der dressierte Mann.“ Ári síðar kom út í Bandaríkjum Norður-Ameríku aukin og endurbætt útgáfa undir nafninu, „The Manipulated Man.“ Þá útgáfu er stuðst við hér. Bókin olli ógnarlegu fjaðrafoki. Höfundur uppskar hatursfull viðbrögð kvenfrelsara, m..a. líflátshótanir. Um síðir sá Esther sig tilneydda að flýja land.Verkið tileinkar Esther konum og körlum, sem boðskapur bókarinnar á ekki við um. Fyrirvinnuhlutverið er karlmanni í blóð borið. „Karlmaður er mannvera, sem vinnur.“ Sem vinnandi mannverur eru þeir þekkilegir. „Karlar eru fagrir, ólíkt því sem á við um konur, vegna þess að ólíkt konum eru þeir hugsandi mannverur.“ En karlar sjá ekki eigin fegurð og enginn bendir þeim á hana. Það er miður. Hin hugsandi mannvera lýsir sér þekkingarþrá, ályktunargáfu, sköpunarmætti og næmi. En „[g]æti svo verið, að styrkur, greind og ímyndunarafl séu ekki forsendur valda, heldur fremur hæfni til þrældóms? Gæti svo verið, að veröldinni sé ekki stýrt af sérfræðingum, heldur af verum, sem eru í sjálfu sér eru til einskis nýtar – konum? Og sé málum þannig háttað, má velta vöngum yfir því, með hvaða hætti konum tekst að blekkja karla til að trúa ... [þeirri firru], að þeir séu herrar veraldarinnar, en ekki blekkt og niðurlægð fórnarlömb.“ Því „[þ]að mætti [með réttu ] ætla, að karlinn, búinn margháttuðum hæfileikum sínum, hefði kjörið atgervi til að lifa bæði fullnægjandi og frjálsu lífi, hvort tveggja í líkamlegum og andlegum skilningi. Þess í stað velur hann að gerast þræll, [sem] framreiðir á silfurfati hinar mörgu uppgötvanir sínar og allra handa þjónustu, í þágu þeirra, sem sjálfar eru ófærar um að skapa – til ráðstöfunar „mannkyni“ – sem er eigið samheiti karla yfir konur og börn þeirra.“ Innræting þrælslundar átti sér snemma stað í lífi karlsins: „Gripinn óöryggi við þá tilhugsun að búa við frjálsan vilja, bregst honum kjarkur. Hann „leitar nýs guðlegs yfirvalds sem kemur í stað móðurinnar, yfirvalds æskunnar. Þegar staðgengill [ný kona, eiginkona] er fundinn, gerist hann auvirðilegur þræll hennar. ... Kúgunina nefna þeir [karlar] ást.“ Þörf karlsins fyrir konukropp og nándar við konu yfirleitt, er afdrifarík. Ein grundvallarþurfta hans til frambúðar er nefnilega slík nálægð. Hún er mikilvæg forsenda skilyrðingar karlsins; hugsanagangs og breytni. Önnur þýðingarmikil forsenda er innræting þeirra gilda, sem ríkja í heimi móðurinnar og samfélaginu að öðru leyti. „[K]arlar hafa vanist „kvenlægu“ orðfæri frá unga aldri og finna enga löngun hjá sér til að grafa undan því.“ Í uppeldislegum tilgangi er drengnum/karlinum klappað á kollinn, þegar hann sýnir af sér þóknanlega hegðun: „Þegar best lætur eru karlar lofaðir fyrir staðfestu sína, hugrekki og áreiðanleika – eiginleika, sem konum koma vel.“ Í hnappheldunni dýrkar karlinn eiginkonu sína rétt eins og fyrstu gyðjuna í lífi sínu. Þar finnur hann til gamalkunnugs öryggis. Karlinn hefur á eiginkonunni ofurtrú og sé hún vansæl, leggur hann sig fram um að gera hana sæla. Skorti hana réttindi, veður hann eld og reyk til að bæta úr: „Karlar dá konur sínar og vilja, að þær séu gyðjur (fjarrænar, heillandi og lithverfar, þ.e. kvenlegar).“ ... „Hann [karlinn] elskar konu sína einlægt og hamingja hennar er honum mikilvægara en allt annað í veröldinni.“ ... „Hann býður hana velkomna á síðustu vígvelli sína og kastar þannig fyrir róða heilögum hefðum. [Hann] hvetur hana til að nýta kosningarétt sinn í þeirri von, að hún muni breyta þeim stjórnarháttum, sem hann hefur lagt sig í líma við að móta samkvæmt óskum hennar. Hann kann jafnvel að ala þá von í brjósti, að hún muni taka á sig rögg og skapa frið í heiminum – þar eð hann er haldinn þeirri trú, að konur geisli friðarást.“ Þrátt fyrir afrek sín á flestum sviðum lífsins, þeirri viðleitni að gleðja, styðja og hlífa konum sínum og stuðla að hamingju þeirra, hlýtur hann einatt skít og skömm fyrir. „[S]taðreyndin er sú, að í raun eru nær allar uppfinningar og uppgötvanir í sögunni afrek karla, ekki aðeins á sviði raftækni, loftaflsfræði, kvenlækninga, stýrifræði, skammtafræði [eðlisfræði), vökvaaflsfræði og þróunarkenningar, því karlar hafa aukin heldur mótað grundvallasetningar barnasálfræði og næringarfræði hvítvoðunga, að viðbættri [þekkingu] á gerilsneyðingu og öðrum aðferðum við geymslu matvæla. Jafnvel nýjungar í tísku kvenna ... hafa hefðbundið verið vettvangur karla.“ Og því má heldur ekki gleyma, að karlar uppgötvuðu allra handa getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir óæskilegar þunganir. Rétt eins og í grárri forneskju berjast karlar um hylli kvenna, þ.e. að eignast konu, og eiga svo oft og tíðum í illdeilum og samkeppni við aðra karla um að veita þeim og börnum þeirra farborða. Vinnuvettvangur karla er miskunnarlaus. „Í raun er það svo, að karlinn lifir í stöðugri, fjandsamlegri samkeppni við aðra karla.“ ... „[S]érhverja stund í lífi sínu er hann sem tannhjól í gríðarlegu og miskunnarlausu gangverki að telja – gangverki, sem í eðli sínu útpínir hann til fulls, þar til hann geispar golunni.“ Snemma verður karlinn að standa sig í stykkinu til að hljóta náð fyrir augum konu og samfélags. Sérhver hálfþrítugur karlmaður, sem ekki hefur náð fótfestu í virðingarstiganum er í flestu tilliti talinn vonlaust tilvik. „Þegar hér er komið sögu eru allir hæfileikar hans komnir í ljós og barist er uppá líf og dauða. ... Þó er karlinn einungis eitt tannhjól í ógnarlegri viðskiptavél, þar sem hann er sjálfur nýttur við hvern snúning.“ ... “Hafi hann hlotið uppeldi til heiðurs og stolts, býður hver og einn vinnudagur upp á látlausa niðurlægingu.“ Konan „ lítur á hann [karlinn] eins og væri hann vél – vél til framleiðslu varnings.“ ... „Gjörvallt líf þeirra [karlmanna] er í sjálfu sér ekkert annað en runur skilyrtra viðbragða, dýrslegar athafnir, hver á fætur annarri.“ ... „Flestir fullorðinna karla lifa í eilífu helvíti.“ ... „Þar sitja þeir fastir í eigin gildru.“ Konan er áhorfandi þessa harmleiks. „En konan, sem er meginorsök þess, að slíkir hildarleikir eigi sér stað, stendur sem áhorfandi á hliðarlínunni og fylgist með. Lífið á vinnustaði hennar einkennist af daðri, dufli og stefnumótum, stríðni og glensi, þar sem eiginleg, einstaka „handtök“ í starfi eru til að sýna sig – venjulega er um að ræða starf, sem hún ber enga ábyrgð á.“ Karlinn er dæmdur til hlutverks vinnudýrs. „Mikilvægi karla felst eingöngu í hlutverki hans sem skaffara.“ Bregðist honum bogalistin „glatar hann öllu – eiginkonu, fjölskyldu, heimili, tilgangi lífsins eins og leggur sig – öllu því, sem í raun veitti honum öryggi.“ Á erfiðum stundum getur nútímakarlinn fyllst efasemdum í garð kvenna eins og forfeðurnir. Í samfélögum fyrri tíma sáust nefnilega teikn um, að karlinn bæri ákveðinn beyg í brjósti gagnvart kynlöngun konunnar. Það læddist að þeim sá grunur, að þeir væru leiksoppar. Þetta endurspeglast í verkum seinni tíma heimspekinga og rithöfunda af karlkyni eins og þýsku heimspekinganna, Friedrich Nietzsche (1844-1900), og Arthur Schopenhauer (1788-1860), og sænska skáldsins, August Strindberg (1849-1912). Aukin heldur hefur uppgötvun karla á inntökugetnaðarvörnum „rúið [þá] þeirri einustu sigurvímu, sem þeir fundu í kynþrælkun sinni.“ ... „Konan tók nú fulla stjórn. Fjöldi afkvæma stjórnast að hennar eigin geðþótta. Hún getur meira að segja valið föður þeirra (ríkan, ef færi gefst).“ Ætli konur séu ekki allar, þar sem þær eru séðar, jafnvel hin fagra kona, sem oft á huga karlsins allan?: „Þar sem konan hefur beitt sjálfslítilsvirðingu sinni í því skyni að skilyrða karlinn, kemur honum ekki á óvart, að hún skuli [einnig] beita slægð eins veikburða og ósjálfstæð og hún er. Þetta er einasta aðferðin, sem hún notar í þeirri von að geta hamið hinn öfluga risa, helteknum af kynlífi, þetta ógæfusama og brjóstumkennanlega „dýr“. Og til að auka óöryggi og vanmetakennd karlsins enn frekar, tjá konur sig hreinskilningslega um, hvernig slægðin sé þeim til framdráttar við tamningu karla sinna. Körlum er núinn eigin aumingjaskapur um nasir. En innrætt blinda karlsins virðist engu að síður algjör. Völd kvenna standa óhögguð og aukin. „Nú þegar hafa konur fullkomið sálrænt vald yfir körlum. Það líður ekki á löngu, þar til þær hafa efnahagsleg völd einnig. Karlar virðast sneyddir innsæi í þessa stöðu mála og leita enn að hamingjunni í kúgun sjálfra sín.“ ... Hvers vegna eru karlar svo bangnir við að horfast í augu við sannleikann?“ Stórt er spurt, fátt um einhít svör og verð hnappheldunnar er hátt. En „[þ]rá hans [karlsins] til að lifa í kúgun, kynni að búa í kyneðli hans.“ ... „En þar eð karlinn þarfnast fullnægingar kynhvatar sinnar og þar sem hann vill eiga einkarétt á einni tiltekinni skeið, hefur verðið stigið til hæstu hæða.“ Og jafnvel kynni svo að vera, að karlinn finni til ánægju í sjálfspíningareymd sinni. Karlar „ættu að sýna afbrýði sökum valda kvenna. En það gera þeir vitaskuld aldrei, því þeir njóta vegsemdar valdaleysisins.“ ... Karlinn lifir „samkvæmt grundvallarreglunni um ánægju í ófrelsi. Dómur til ævarandi frelsis eru örlög grimmari en ævarandi þrældómur.“ Esther leggur að körlum að minnast þess, þegar þeir tvístíga í óöryggi og angist í samskiptum við konur, að konur skorti „ tilfinningalega getu. Sú staðreynd, að konur neyta sérhvers tækifæris til að bæla niður tilfinningar karla, er áreiðanleg vísbending um það. Þrátt fyrir þetta tekst þeim að upphugsa goðsögnina um „kvenlæga“ dýpt tilfinninga sinna og viðkvæmni.“ ... „[Þ]ar sem tilfinningar hennar [konunnar] eru iðulega uppgerð og aldrei eiginlegar, megnar hún að hugsa skýrt.“ ... „Hún verður að sannfæra hann [karlinn] um, að í ljósi „kveneðlisins“ sé hún ójafnvægiskenndari, órökréttari [og] miklu tilfinningaríkari. Aðeins með slíkri blekkingu tekst henni að villa á sér heimildir.“ ... „Hvílíkur ávinningur væri það ekki karlinum, ef hann gerði sér grein fyrir skýrum hugsunum í kolli konunnar, þegar tárin flóa henni af hvarmi.“ Jafnframt minnir Esther karla á, að þeir fylgi í raun og sann siðareglum kvenna: „[K]konur hafa samið tilteknar siðareglur, sem [í daglegu tali] eru nefndar góðir mannasiðir. Í grundvallaratriðum er reglan sú, að karl með virðingu fyrir sjálfum sér verður, hvenær sem er, að koma fram við konu sem drottning væri. ... Kaldranalegasta blæbrigði góðra mannasiða er hlutverkið sem verndari, sem karlinn er þvingaður til að taka að sér.“ Esther sendir körlum að lokum hvatningu: Karlar ættu að einhenda sér í að lifa sjálfir „[í] stað þess að grufla yfir hinni „dularfullu“ sál konunnar. [Hún sé] dularfull eingöngu, vegna þess að hún sé tóm...,“ dulúð kvensálarinnar sé orðum aukin.Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Esther Vilar fæddist árið 1935 þýskættuðu foreldri í borg hinna góðu vinda (Buenos Aires) í Argentínu. Hún nam læknisfræði í fæðingarborg sinni, en hélt síðan til Þýskalands, þar sem hún bætti við sig námi í sálfræði og félagsfræði. Esther hefur haft ýmsan starfa með höndum auk læknisstarfa. Árið 1971 skrifaði hún bókina um tamda eða skilyrta karlinn, „Der dressierte Mann.“ Ári síðar kom út í Bandaríkjum Norður-Ameríku aukin og endurbætt útgáfa undir nafninu, „The Manipulated Man.“ Þá útgáfu er stuðst við hér. Bókin olli ógnarlegu fjaðrafoki. Höfundur uppskar hatursfull viðbrögð kvenfrelsara, m..a. líflátshótanir. Um síðir sá Esther sig tilneydda að flýja land.Verkið tileinkar Esther konum og körlum, sem boðskapur bókarinnar á ekki við um. Fyrirvinnuhlutverið er karlmanni í blóð borið. „Karlmaður er mannvera, sem vinnur.“ Sem vinnandi mannverur eru þeir þekkilegir. „Karlar eru fagrir, ólíkt því sem á við um konur, vegna þess að ólíkt konum eru þeir hugsandi mannverur.“ En karlar sjá ekki eigin fegurð og enginn bendir þeim á hana. Það er miður. Hin hugsandi mannvera lýsir sér þekkingarþrá, ályktunargáfu, sköpunarmætti og næmi. En „[g]æti svo verið, að styrkur, greind og ímyndunarafl séu ekki forsendur valda, heldur fremur hæfni til þrældóms? Gæti svo verið, að veröldinni sé ekki stýrt af sérfræðingum, heldur af verum, sem eru í sjálfu sér eru til einskis nýtar – konum? Og sé málum þannig háttað, má velta vöngum yfir því, með hvaða hætti konum tekst að blekkja karla til að trúa ... [þeirri firru], að þeir séu herrar veraldarinnar, en ekki blekkt og niðurlægð fórnarlömb.“ Því „[þ]að mætti [með réttu ] ætla, að karlinn, búinn margháttuðum hæfileikum sínum, hefði kjörið atgervi til að lifa bæði fullnægjandi og frjálsu lífi, hvort tveggja í líkamlegum og andlegum skilningi. Þess í stað velur hann að gerast þræll, [sem] framreiðir á silfurfati hinar mörgu uppgötvanir sínar og allra handa þjónustu, í þágu þeirra, sem sjálfar eru ófærar um að skapa – til ráðstöfunar „mannkyni“ – sem er eigið samheiti karla yfir konur og börn þeirra.“ Innræting þrælslundar átti sér snemma stað í lífi karlsins: „Gripinn óöryggi við þá tilhugsun að búa við frjálsan vilja, bregst honum kjarkur. Hann „leitar nýs guðlegs yfirvalds sem kemur í stað móðurinnar, yfirvalds æskunnar. Þegar staðgengill [ný kona, eiginkona] er fundinn, gerist hann auvirðilegur þræll hennar. ... Kúgunina nefna þeir [karlar] ást.“ Þörf karlsins fyrir konukropp og nándar við konu yfirleitt, er afdrifarík. Ein grundvallarþurfta hans til frambúðar er nefnilega slík nálægð. Hún er mikilvæg forsenda skilyrðingar karlsins; hugsanagangs og breytni. Önnur þýðingarmikil forsenda er innræting þeirra gilda, sem ríkja í heimi móðurinnar og samfélaginu að öðru leyti. „[K]arlar hafa vanist „kvenlægu“ orðfæri frá unga aldri og finna enga löngun hjá sér til að grafa undan því.“ Í uppeldislegum tilgangi er drengnum/karlinum klappað á kollinn, þegar hann sýnir af sér þóknanlega hegðun: „Þegar best lætur eru karlar lofaðir fyrir staðfestu sína, hugrekki og áreiðanleika – eiginleika, sem konum koma vel.“ Í hnappheldunni dýrkar karlinn eiginkonu sína rétt eins og fyrstu gyðjuna í lífi sínu. Þar finnur hann til gamalkunnugs öryggis. Karlinn hefur á eiginkonunni ofurtrú og sé hún vansæl, leggur hann sig fram um að gera hana sæla. Skorti hana réttindi, veður hann eld og reyk til að bæta úr: „Karlar dá konur sínar og vilja, að þær séu gyðjur (fjarrænar, heillandi og lithverfar, þ.e. kvenlegar).“ ... „Hann [karlinn] elskar konu sína einlægt og hamingja hennar er honum mikilvægara en allt annað í veröldinni.“ ... „Hann býður hana velkomna á síðustu vígvelli sína og kastar þannig fyrir róða heilögum hefðum. [Hann] hvetur hana til að nýta kosningarétt sinn í þeirri von, að hún muni breyta þeim stjórnarháttum, sem hann hefur lagt sig í líma við að móta samkvæmt óskum hennar. Hann kann jafnvel að ala þá von í brjósti, að hún muni taka á sig rögg og skapa frið í heiminum – þar eð hann er haldinn þeirri trú, að konur geisli friðarást.“ Þrátt fyrir afrek sín á flestum sviðum lífsins, þeirri viðleitni að gleðja, styðja og hlífa konum sínum og stuðla að hamingju þeirra, hlýtur hann einatt skít og skömm fyrir. „[S]taðreyndin er sú, að í raun eru nær allar uppfinningar og uppgötvanir í sögunni afrek karla, ekki aðeins á sviði raftækni, loftaflsfræði, kvenlækninga, stýrifræði, skammtafræði [eðlisfræði), vökvaaflsfræði og þróunarkenningar, því karlar hafa aukin heldur mótað grundvallasetningar barnasálfræði og næringarfræði hvítvoðunga, að viðbættri [þekkingu] á gerilsneyðingu og öðrum aðferðum við geymslu matvæla. Jafnvel nýjungar í tísku kvenna ... hafa hefðbundið verið vettvangur karla.“ Og því má heldur ekki gleyma, að karlar uppgötvuðu allra handa getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir óæskilegar þunganir. Rétt eins og í grárri forneskju berjast karlar um hylli kvenna, þ.e. að eignast konu, og eiga svo oft og tíðum í illdeilum og samkeppni við aðra karla um að veita þeim og börnum þeirra farborða. Vinnuvettvangur karla er miskunnarlaus. „Í raun er það svo, að karlinn lifir í stöðugri, fjandsamlegri samkeppni við aðra karla.“ ... „[S]érhverja stund í lífi sínu er hann sem tannhjól í gríðarlegu og miskunnarlausu gangverki að telja – gangverki, sem í eðli sínu útpínir hann til fulls, þar til hann geispar golunni.“ Snemma verður karlinn að standa sig í stykkinu til að hljóta náð fyrir augum konu og samfélags. Sérhver hálfþrítugur karlmaður, sem ekki hefur náð fótfestu í virðingarstiganum er í flestu tilliti talinn vonlaust tilvik. „Þegar hér er komið sögu eru allir hæfileikar hans komnir í ljós og barist er uppá líf og dauða. ... Þó er karlinn einungis eitt tannhjól í ógnarlegri viðskiptavél, þar sem hann er sjálfur nýttur við hvern snúning.“ ... “Hafi hann hlotið uppeldi til heiðurs og stolts, býður hver og einn vinnudagur upp á látlausa niðurlægingu.“ Konan „ lítur á hann [karlinn] eins og væri hann vél – vél til framleiðslu varnings.“ ... „Gjörvallt líf þeirra [karlmanna] er í sjálfu sér ekkert annað en runur skilyrtra viðbragða, dýrslegar athafnir, hver á fætur annarri.“ ... „Flestir fullorðinna karla lifa í eilífu helvíti.“ ... „Þar sitja þeir fastir í eigin gildru.“ Konan er áhorfandi þessa harmleiks. „En konan, sem er meginorsök þess, að slíkir hildarleikir eigi sér stað, stendur sem áhorfandi á hliðarlínunni og fylgist með. Lífið á vinnustaði hennar einkennist af daðri, dufli og stefnumótum, stríðni og glensi, þar sem eiginleg, einstaka „handtök“ í starfi eru til að sýna sig – venjulega er um að ræða starf, sem hún ber enga ábyrgð á.“ Karlinn er dæmdur til hlutverks vinnudýrs. „Mikilvægi karla felst eingöngu í hlutverki hans sem skaffara.“ Bregðist honum bogalistin „glatar hann öllu – eiginkonu, fjölskyldu, heimili, tilgangi lífsins eins og leggur sig – öllu því, sem í raun veitti honum öryggi.“ Á erfiðum stundum getur nútímakarlinn fyllst efasemdum í garð kvenna eins og forfeðurnir. Í samfélögum fyrri tíma sáust nefnilega teikn um, að karlinn bæri ákveðinn beyg í brjósti gagnvart kynlöngun konunnar. Það læddist að þeim sá grunur, að þeir væru leiksoppar. Þetta endurspeglast í verkum seinni tíma heimspekinga og rithöfunda af karlkyni eins og þýsku heimspekinganna, Friedrich Nietzsche (1844-1900), og Arthur Schopenhauer (1788-1860), og sænska skáldsins, August Strindberg (1849-1912). Aukin heldur hefur uppgötvun karla á inntökugetnaðarvörnum „rúið [þá] þeirri einustu sigurvímu, sem þeir fundu í kynþrælkun sinni.“ ... „Konan tók nú fulla stjórn. Fjöldi afkvæma stjórnast að hennar eigin geðþótta. Hún getur meira að segja valið föður þeirra (ríkan, ef færi gefst).“ Ætli konur séu ekki allar, þar sem þær eru séðar, jafnvel hin fagra kona, sem oft á huga karlsins allan?: „Þar sem konan hefur beitt sjálfslítilsvirðingu sinni í því skyni að skilyrða karlinn, kemur honum ekki á óvart, að hún skuli [einnig] beita slægð eins veikburða og ósjálfstæð og hún er. Þetta er einasta aðferðin, sem hún notar í þeirri von að geta hamið hinn öfluga risa, helteknum af kynlífi, þetta ógæfusama og brjóstumkennanlega „dýr“. Og til að auka óöryggi og vanmetakennd karlsins enn frekar, tjá konur sig hreinskilningslega um, hvernig slægðin sé þeim til framdráttar við tamningu karla sinna. Körlum er núinn eigin aumingjaskapur um nasir. En innrætt blinda karlsins virðist engu að síður algjör. Völd kvenna standa óhögguð og aukin. „Nú þegar hafa konur fullkomið sálrænt vald yfir körlum. Það líður ekki á löngu, þar til þær hafa efnahagsleg völd einnig. Karlar virðast sneyddir innsæi í þessa stöðu mála og leita enn að hamingjunni í kúgun sjálfra sín.“ ... Hvers vegna eru karlar svo bangnir við að horfast í augu við sannleikann?“ Stórt er spurt, fátt um einhít svör og verð hnappheldunnar er hátt. En „[þ]rá hans [karlsins] til að lifa í kúgun, kynni að búa í kyneðli hans.“ ... „En þar eð karlinn þarfnast fullnægingar kynhvatar sinnar og þar sem hann vill eiga einkarétt á einni tiltekinni skeið, hefur verðið stigið til hæstu hæða.“ Og jafnvel kynni svo að vera, að karlinn finni til ánægju í sjálfspíningareymd sinni. Karlar „ættu að sýna afbrýði sökum valda kvenna. En það gera þeir vitaskuld aldrei, því þeir njóta vegsemdar valdaleysisins.“ ... Karlinn lifir „samkvæmt grundvallarreglunni um ánægju í ófrelsi. Dómur til ævarandi frelsis eru örlög grimmari en ævarandi þrældómur.“ Esther leggur að körlum að minnast þess, þegar þeir tvístíga í óöryggi og angist í samskiptum við konur, að konur skorti „ tilfinningalega getu. Sú staðreynd, að konur neyta sérhvers tækifæris til að bæla niður tilfinningar karla, er áreiðanleg vísbending um það. Þrátt fyrir þetta tekst þeim að upphugsa goðsögnina um „kvenlæga“ dýpt tilfinninga sinna og viðkvæmni.“ ... „[Þ]ar sem tilfinningar hennar [konunnar] eru iðulega uppgerð og aldrei eiginlegar, megnar hún að hugsa skýrt.“ ... „Hún verður að sannfæra hann [karlinn] um, að í ljósi „kveneðlisins“ sé hún ójafnvægiskenndari, órökréttari [og] miklu tilfinningaríkari. Aðeins með slíkri blekkingu tekst henni að villa á sér heimildir.“ ... „Hvílíkur ávinningur væri það ekki karlinum, ef hann gerði sér grein fyrir skýrum hugsunum í kolli konunnar, þegar tárin flóa henni af hvarmi.“ Jafnframt minnir Esther karla á, að þeir fylgi í raun og sann siðareglum kvenna: „[K]konur hafa samið tilteknar siðareglur, sem [í daglegu tali] eru nefndar góðir mannasiðir. Í grundvallaratriðum er reglan sú, að karl með virðingu fyrir sjálfum sér verður, hvenær sem er, að koma fram við konu sem drottning væri. ... Kaldranalegasta blæbrigði góðra mannasiða er hlutverkið sem verndari, sem karlinn er þvingaður til að taka að sér.“ Esther sendir körlum að lokum hvatningu: Karlar ættu að einhenda sér í að lifa sjálfir „[í] stað þess að grufla yfir hinni „dularfullu“ sál konunnar. [Hún sé] dularfull eingöngu, vegna þess að hún sé tóm...,“ dulúð kvensálarinnar sé orðum aukin.Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun