Elías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:53 Elías Már Halldórsson þjálfar HK vísir/daníel Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira