Hyundai setur upp flugbíladeild Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2019 14:00 Hyundai Kona, skyldi hann vera væntanlegur í flugútgáfu? Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári. Bílar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent
Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári.
Bílar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent