Nissan kynnir nýjan borgarbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2019 15:00 Nissan IMk er borgarbíll framtíðarinnar að sögn Nissan. Nissan Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent
Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent