Mamma veit þetta alla vega núna Björk Eiðsdóttir skrifar 19. október 2019 10:00 Þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul fer Gríma nú með sitt fimmta hlutverk í atvinnuleikhúsi, í sýningunni Mamma klikk! Fréttablaðið/Valli Gríma sem er aðeins 15 ára gömul er að leika í sínu fimmta verki í atvinnuleikhúsi auk þess að hafa farið með aðalhlutverk í kvikmyndinni Svanurinn árið 2017. Hún á ekki langt að sækja leiklistaráhugann enda segist hún alla ævi hafa verið með annan fótinn innan leikhússins þar sem foreldrar hennar, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður og Valur Freyr Einarsson leikari, starfa bæði. Gríma fór með hlutverk í verkinu Óvitar í leikstjórn Gunnars Helgasonar þegar hún var átta ára gömul og þegar pásur voru í leikhúsinu átti hún til að segja Gunnari gamansögur af mömmu sinni. Þær sögur urðu honum svo innblástur að bókinni Mamma klikk! sem nú lifnar við á leiksviðinu. „Mamman í þessari sögu er svolítið byggð á því hvernig ég leit á mömmu mína þegar ég var yngri,“ útskýrir Gríma. „Mér fannst hún svo áhugaverður karakter. Allt sem hún gerði var svo svakalega fyndið og skemmtilegt. Ég var alltaf að segja fólki sögur af henni og Gunni fór að safna þeim saman,“ útskýrir Gríma en segist líta móður sína öðrum augum í dag. „Ég sé núna meira hversu yndisleg hún er og góð mamma. Áður sá ég meira fyndnu og skrítnu hliðar hennar.“Fékk að vera ein í strætó á meðan mamma keyrði Aðspurð um sögurnar segist Gríma muna eftir að hafa sagt frá því þegar mamma hennar keypti sér strætó. „Hún er auðvitað listakona og keypti flygil til að setja inn í strætóinn, tók svo meirapróf til að geta keyrt hann á meðan vinur hennar, Davíð Þór, spilaði á flygilinn sem hluti af gjörningi. Mér fannst þetta geggjað, aðallega þar sem ég fékk að vera alein í strætó á meðan mamma mín keyrði hann. Hún setti líka sófa upp í tré í bústaðnum okkar,“ rifjar Gríma upp og hlær en það atriði er einmitt útfært í bókinni.“En ætli mamma hennar hafi vitað af því að dóttirin væri sífellt að segja sögur af henni? „Ég veit það ekki,“ svarar Gríma hugsi og bætir svo við flissandi: „Hún veit það alla vega núna!“Gríma ValsdóttirSá Macbeth aðeins sjö ára Í bókinni notast Gunnar Helgason við ýmiss konar sögur, af eiginkonu sinni, Björk Jakobsdóttur, sögur af mömmu Grímu og margar fleiri og útkoman er stórskemmtilegur karakter sem Valgerður Guðnadóttir túlkar í verkinu Mamma klikk! Gríma fór í prufu án þess að vita af tengingu sinni við söguna og var svo boðið hlutverkið. Áður hafði Gríma farið með hlutverk í verkunum Fjalla Eyvindi og Höllu, Bláa hnettinum, Óvitum og Línu Langsokk. „Ég hef alltaf haft áhuga á leikhúsi og farið með mömmu og pabba á sýningar. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég fór að sjá Macbeth í Þjóðleikhúsinu og held ég hafi sofið yfir Vesalingunum,“ segir Gríma og hlær. Aðspurð hvort stefnan sé þá að verða leikkona svarar Gríma að hún sveiflist svolítið fram og til baka með það en í raun hafi henni þó aldrei dottið annar starfsframi í hug. „Ég hef verið ákveðin í að vera leikkona frá því ég var sjö ára en ég kannski kíki aðeins í kringum mig á aðra möguleika áður en ég tek lokaákvörðun.“Uppselt á allar sýningar Mamma klikk! verður frumsýnd í dag, laugardag, og er nú þegar uppselt á allar auglýstar sýningar en að sögn aðstandenda er það einsdæmi að staðan sé slík fyrir frumsýningu. Forsýning fór fram á fimmtudag að viðstöddum 150 manns frá Einstökum börnum en Gunnar fékk mikla aðstoð frá þeim þegar hann skrifaði bókina. Áætlað er að setja sýningar aftur af stað í byrjun næsta árs til að mæta þessari miklu eftirspurn. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Gríma sem er aðeins 15 ára gömul er að leika í sínu fimmta verki í atvinnuleikhúsi auk þess að hafa farið með aðalhlutverk í kvikmyndinni Svanurinn árið 2017. Hún á ekki langt að sækja leiklistaráhugann enda segist hún alla ævi hafa verið með annan fótinn innan leikhússins þar sem foreldrar hennar, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður og Valur Freyr Einarsson leikari, starfa bæði. Gríma fór með hlutverk í verkinu Óvitar í leikstjórn Gunnars Helgasonar þegar hún var átta ára gömul og þegar pásur voru í leikhúsinu átti hún til að segja Gunnari gamansögur af mömmu sinni. Þær sögur urðu honum svo innblástur að bókinni Mamma klikk! sem nú lifnar við á leiksviðinu. „Mamman í þessari sögu er svolítið byggð á því hvernig ég leit á mömmu mína þegar ég var yngri,“ útskýrir Gríma. „Mér fannst hún svo áhugaverður karakter. Allt sem hún gerði var svo svakalega fyndið og skemmtilegt. Ég var alltaf að segja fólki sögur af henni og Gunni fór að safna þeim saman,“ útskýrir Gríma en segist líta móður sína öðrum augum í dag. „Ég sé núna meira hversu yndisleg hún er og góð mamma. Áður sá ég meira fyndnu og skrítnu hliðar hennar.“Fékk að vera ein í strætó á meðan mamma keyrði Aðspurð um sögurnar segist Gríma muna eftir að hafa sagt frá því þegar mamma hennar keypti sér strætó. „Hún er auðvitað listakona og keypti flygil til að setja inn í strætóinn, tók svo meirapróf til að geta keyrt hann á meðan vinur hennar, Davíð Þór, spilaði á flygilinn sem hluti af gjörningi. Mér fannst þetta geggjað, aðallega þar sem ég fékk að vera alein í strætó á meðan mamma mín keyrði hann. Hún setti líka sófa upp í tré í bústaðnum okkar,“ rifjar Gríma upp og hlær en það atriði er einmitt útfært í bókinni.“En ætli mamma hennar hafi vitað af því að dóttirin væri sífellt að segja sögur af henni? „Ég veit það ekki,“ svarar Gríma hugsi og bætir svo við flissandi: „Hún veit það alla vega núna!“Gríma ValsdóttirSá Macbeth aðeins sjö ára Í bókinni notast Gunnar Helgason við ýmiss konar sögur, af eiginkonu sinni, Björk Jakobsdóttur, sögur af mömmu Grímu og margar fleiri og útkoman er stórskemmtilegur karakter sem Valgerður Guðnadóttir túlkar í verkinu Mamma klikk! Gríma fór í prufu án þess að vita af tengingu sinni við söguna og var svo boðið hlutverkið. Áður hafði Gríma farið með hlutverk í verkunum Fjalla Eyvindi og Höllu, Bláa hnettinum, Óvitum og Línu Langsokk. „Ég hef alltaf haft áhuga á leikhúsi og farið með mömmu og pabba á sýningar. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég fór að sjá Macbeth í Þjóðleikhúsinu og held ég hafi sofið yfir Vesalingunum,“ segir Gríma og hlær. Aðspurð hvort stefnan sé þá að verða leikkona svarar Gríma að hún sveiflist svolítið fram og til baka með það en í raun hafi henni þó aldrei dottið annar starfsframi í hug. „Ég hef verið ákveðin í að vera leikkona frá því ég var sjö ára en ég kannski kíki aðeins í kringum mig á aðra möguleika áður en ég tek lokaákvörðun.“Uppselt á allar sýningar Mamma klikk! verður frumsýnd í dag, laugardag, og er nú þegar uppselt á allar auglýstar sýningar en að sögn aðstandenda er það einsdæmi að staðan sé slík fyrir frumsýningu. Forsýning fór fram á fimmtudag að viðstöddum 150 manns frá Einstökum börnum en Gunnar fékk mikla aðstoð frá þeim þegar hann skrifaði bókina. Áætlað er að setja sýningar aftur af stað í byrjun næsta árs til að mæta þessari miklu eftirspurn.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira