Lærisveinar Patreks úr leik eftir vítakastkeppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2019 15:28 Ekkert Evrópuævintýri hjá Patta og félögum í ár. mynd/skjern Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta eftir tap í vítakeppni á heimavelli í dag gegn austurríska liðinu Alpla Hard. Skjern vann fyrri leikinn í Austurríki 25-26 og hugsuðu sér væntanlega gott til glóðarinnar að klára verkefnið á heimavelli. Leikurinn var hins vegar í járnum frá upphafi til enda, staðan í leikhléi 14-14. Það stefndi allt í að Skjern væri að falla úr keppni þegar Ivan Horvat kom Alpla í 24-26 þegar níu sekúndur lifðu leiks en Rene Toft Rasmussen náði að minnka muninn í 25-26 á síðustu sekúndu leiksins og þurfti því vítakeppni til að gera út um einvígið. Töluverðan tíma tók að klára vítakeppnina þar sem dómarar leiksins voru ekki með allar reglur á hreinu. Eitthvað sem FH-ingar kannast vel við úr sömu keppni. Eftir fimm umferðir af vítakeppni voru dómararnir ekki með á hreinu hvort sömu leikmenn og höfðu tekið víti í fyrstu fimm umferðunum mættu skjóta aftur. Ekki gat eftirlitsmaður EHF hjálpað þeim með það og þurfti því að gera hlé á vítakeppninni um stund. Engu að síður fór að lokum svo að Austurríkismenn höfðu betur og verður Íslendingalið Skjern því ekki með í EHF bikarnum í vetur. Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað í leiknum en Björgvin Páll Gústavsson varði sex bolta. Danski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta eftir tap í vítakeppni á heimavelli í dag gegn austurríska liðinu Alpla Hard. Skjern vann fyrri leikinn í Austurríki 25-26 og hugsuðu sér væntanlega gott til glóðarinnar að klára verkefnið á heimavelli. Leikurinn var hins vegar í járnum frá upphafi til enda, staðan í leikhléi 14-14. Það stefndi allt í að Skjern væri að falla úr keppni þegar Ivan Horvat kom Alpla í 24-26 þegar níu sekúndur lifðu leiks en Rene Toft Rasmussen náði að minnka muninn í 25-26 á síðustu sekúndu leiksins og þurfti því vítakeppni til að gera út um einvígið. Töluverðan tíma tók að klára vítakeppnina þar sem dómarar leiksins voru ekki með allar reglur á hreinu. Eitthvað sem FH-ingar kannast vel við úr sömu keppni. Eftir fimm umferðir af vítakeppni voru dómararnir ekki með á hreinu hvort sömu leikmenn og höfðu tekið víti í fyrstu fimm umferðunum mættu skjóta aftur. Ekki gat eftirlitsmaður EHF hjálpað þeim með það og þurfti því að gera hlé á vítakeppninni um stund. Engu að síður fór að lokum svo að Austurríkismenn höfðu betur og verður Íslendingalið Skjern því ekki með í EHF bikarnum í vetur. Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað í leiknum en Björgvin Páll Gústavsson varði sex bolta.
Danski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita