Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 22:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Samsett Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00