„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Björgvin Páll fer um víðan völl í nýrri bók Án Filters. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira