Veiðisvæðið Skuggi fer til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 5. nóvember 2019 13:52 Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin. Þetta nafntogaða svæði, “Veiðisvæðið Skuggi” afmarkast frá Hvítarbrú í Hvítá til og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.Veiðisvæði Skuggi hefur verið lokað hinum almenna veiðimanni áratugum saman, og var svæðið nýtt af þröngum hópi leigutaka. Nú verður breyting á, og fara veiðileyfi nú á almennan markað. Liggur það beinast við, en Hreggnasi hefur verið leigutaki Grímsár í Borgarfirði um langt skeið. Svæðið er nokkuð víðfemt, og er það enginn eftirbátur annara þekktra veiðisvæða í Hvítá nema síður sé. Um svæðið gengur lax og sjóbirtingur, ekki aðeins á leið sinni í Grímsá, heldur einnig lax úr öðrum stofnum í ofar á vatnasvæðinu. Við Skugga eru tvö veiðihús og er veiðisvæðið mun lengra en önnur hefðbundin vatnamótasvæði Hvítár. Veitt á fjórar dagsstangir og verður einvörðungu leyft að veiða með fluguveiðitækjum. Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu Hreggnasa á allra næstu dögum. Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin. Þetta nafntogaða svæði, “Veiðisvæðið Skuggi” afmarkast frá Hvítarbrú í Hvítá til og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.Veiðisvæði Skuggi hefur verið lokað hinum almenna veiðimanni áratugum saman, og var svæðið nýtt af þröngum hópi leigutaka. Nú verður breyting á, og fara veiðileyfi nú á almennan markað. Liggur það beinast við, en Hreggnasi hefur verið leigutaki Grímsár í Borgarfirði um langt skeið. Svæðið er nokkuð víðfemt, og er það enginn eftirbátur annara þekktra veiðisvæða í Hvítá nema síður sé. Um svæðið gengur lax og sjóbirtingur, ekki aðeins á leið sinni í Grímsá, heldur einnig lax úr öðrum stofnum í ofar á vatnasvæðinu. Við Skugga eru tvö veiðihús og er veiðisvæðið mun lengra en önnur hefðbundin vatnamótasvæði Hvítár. Veitt á fjórar dagsstangir og verður einvörðungu leyft að veiða með fluguveiðitækjum. Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu Hreggnasa á allra næstu dögum.
Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði