Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Suso fagnar marki AC Milan í gær. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira