Fannst vanta valkost í íslensku spilaflóruna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Monika og Svavar sýndu afurðina á ráðstefnunni Spiel í Essen í Þýskalandi. „Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira