Þagði í heilt ár eftir að þau fluttu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2019 15:45 Konráð Pálmason flutti til Svíþjóðar með eiginkonu sinni og þremur drengjum árið 2016. „Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira