Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Íþróttadeild skrifar 14. nóvember 2019 19:05 Kári og Ragnar höfðu góðar gætur á Burak Yilmaz, framherja Tyrkja. vísir/getty Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45