Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 16:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Samsett/Vísir Þegar ég lærði þessa aðferð, Guði sé lof fyrir Youtube, að þá hugsað ég af hverju var ég ekki búin að læra þetta miklu fyrr? Þannig að, til að predika Guðspjallið áfram, þá ákvað ég að kenna ykkur þetta. Ég hef sýnt ykkur þetta áður, en aldrei skref fyrir skref, en það er akkúrat það sem ég ætla að gera núna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirByrjaðu á því að finna viðinn sem þú ætlar að setja textann á, farðu svo í tölvuna og opnaðu ritvinnsluna og skrifaðu það sem þú ætlar að setja á viðinn. Ég elska þessa leturgerð, hún heitir French script og er í töluverðu uppáhaldi hjá mér. Þú auðvitað bara velur það sem þér finnst flottast. Svo er bara að prufa sig áfram með stærðina á letrinu þangað til að textinn passar á viðinn. Svo er bara að ýta á print.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar textinn hefur verið prentaður út, taktu blýant og krassaðu aftan á blaðið þar sem textinn er. Passaðu að þekja svæðið vel. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSnúðu svo blaðinu við, mér finnst gott að klippa allt auka blað frá, komdu því fyrir á réttum stað á viðarbútnum og festu það með málingarlímbandi. Að minnsta kosti geri ég alltaf, en ef þú treystir þér til að halda blaðinu alveg föstu þannig að blaðið haldist alveg á sínum stað þá getur þú sleppt límbandinu. Svo ferðu yfir útlínurnar á textanum með blýantinum góða. Þrýstu frekar fast niður. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg kíki alltaf reglulega undir blaðið, til að vita hvort að textinn sé að færast yfir. Þegar þú ert búin að þessu þá ættir þú að sjá daufar útlínur af textanum á viðarbútnum. Ég tek alltaf blaðið af núna en hef það til hliðar, svo að ég geti séð það á meðan ég fer yfir textann með málingarpennunum mínum, paint marker, eða málingu og fínum pensli. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allur textinn er kominn og málningin orðin þurr þá fer ég yfir þetta með strokleðri og svo lakki. Svo er bara að skreyta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg býst svo við Fálkaorðunni núna á nýársdag fyrir að hafa kennt þjóðinni þetta. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Þegar ég lærði þessa aðferð, Guði sé lof fyrir Youtube, að þá hugsað ég af hverju var ég ekki búin að læra þetta miklu fyrr? Þannig að, til að predika Guðspjallið áfram, þá ákvað ég að kenna ykkur þetta. Ég hef sýnt ykkur þetta áður, en aldrei skref fyrir skref, en það er akkúrat það sem ég ætla að gera núna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirByrjaðu á því að finna viðinn sem þú ætlar að setja textann á, farðu svo í tölvuna og opnaðu ritvinnsluna og skrifaðu það sem þú ætlar að setja á viðinn. Ég elska þessa leturgerð, hún heitir French script og er í töluverðu uppáhaldi hjá mér. Þú auðvitað bara velur það sem þér finnst flottast. Svo er bara að prufa sig áfram með stærðina á letrinu þangað til að textinn passar á viðinn. Svo er bara að ýta á print.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar textinn hefur verið prentaður út, taktu blýant og krassaðu aftan á blaðið þar sem textinn er. Passaðu að þekja svæðið vel. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSnúðu svo blaðinu við, mér finnst gott að klippa allt auka blað frá, komdu því fyrir á réttum stað á viðarbútnum og festu það með málingarlímbandi. Að minnsta kosti geri ég alltaf, en ef þú treystir þér til að halda blaðinu alveg föstu þannig að blaðið haldist alveg á sínum stað þá getur þú sleppt límbandinu. Svo ferðu yfir útlínurnar á textanum með blýantinum góða. Þrýstu frekar fast niður. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg kíki alltaf reglulega undir blaðið, til að vita hvort að textinn sé að færast yfir. Þegar þú ert búin að þessu þá ættir þú að sjá daufar útlínur af textanum á viðarbútnum. Ég tek alltaf blaðið af núna en hef það til hliðar, svo að ég geti séð það á meðan ég fer yfir textann með málingarpennunum mínum, paint marker, eða málingu og fínum pensli. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allur textinn er kominn og málningin orðin þurr þá fer ég yfir þetta með strokleðri og svo lakki. Svo er bara að skreyta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg býst svo við Fálkaorðunni núna á nýársdag fyrir að hafa kennt þjóðinni þetta. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00