Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Elísabet og Smári reyndu í mörg ár að eignast börn en endaðu með því að ættleiða tvö frá Tékklandi. Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00