Komst ekki í liðið á Laugardalsvelli en spilar nú stjörnuhlutverk í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Caglar Soyuncu fagnar sigri með Leicester City. Getty/Michael Regan Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira