Úrslitin ráðast í Lenovo-deildinni Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 13:30 Dusty mæta FH í LOL og Seven í CS:GO Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira