Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. nóvember 2019 14:00 Eldsneytissparnaður kemur sér vel fyrir veskið og umhverfið. Vísir/Getty Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar. Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent
Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar.
Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent