Ótrúlegt mannhaf beið Flamengo í Rio Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Það var stemning í Rio í gær vísir/getty Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00