Förum vel með Plánetu A – það er engin Pláneta B Sigurjón Þór Atlason og Matthildur Sigurjónsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 11:00 Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar