Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 19:57 Margir eru ósáttir við umfjöllun DV. Skjáskot Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu. Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu.
Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira