Litla föndurhornið: Þrívíddarrammi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð? Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð?
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00