Martin talar um fyrirmyndarhlutverkið og alla sjónvarpsþættina í stóru viðtali á heimasíðu Euroleague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 08:30 Martin Hermannsson í leiknum á móti Panathinaikos þar sem hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Getty/Panagiotis Moschandreo Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira