Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Pálmi Þórsson skrifar 6. nóvember 2025 21:00 Þór Þorlákshöfn hafði tapað fyrstu fimm leikjum tímabilsins fyrir þennan. vísir Þór Þorlákshöfn vann fyrsta sigur tímabilsins þegar liðið lagði ÍR að velli, 98-92 í 6. umferð Bónus deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn stigu skrefinu fram úr á lokamínútunum og unnu að lokum tveggja stiga sigur. Leikurinn sjálfur var mjög góður og gaman að horfa á. Bæði lið sýndu frábæra takta sóknarlega en bæði lið voru með yfir 50% skotnýtingu. Frá fyrstu mínútum leiksins var hraði og hiti. Bæði lið skiptust á að þruma niður þriggja stiga skotum og einkenndist leikurinn af því að í báðum liðum voru frábærir bakverðir. Jacob Falko var að vana mjög góður og skilaði 26 stigum en allir aðrir í ÍR liðinu hefðu mátt skila meira í púkkið því hinu megin fór Jacoby Ross fyrir sínum og skoraði körfur í öllum regnbogans litum þegar liðið þurfti á því að halda. Þegar 1:45 voru eftir af leiknum setti Lazar Lugic risastóran þrist fyrir Þór og kom þeim í 94-90. Mínútu seinna kláraði Jacoby Ross eiginlega leikinn þegar hann komst á hringinn og kom Þór í 6 stiga forystu. Jacob Falko reyndi að klóra í bakkar fyrir ÍR-inga en hann skoraði 8 stig á síðustu 50 sekúndunum. Það reyndist ekki nóg og Þórsarar sóttu sinn fyrsta sigur 100-98 Atvik leiksins Atvikið var þegar Lazar setti þrist og kom heimamönnum í 4 stiga forystu það trylltist allt og fólk einhvern veginn vissi þá að þetta væri leikurinn sem þeir myndu loksins ná. Stjörnur og skúrkar Jacoby Ross er auðvitað Stjarnan í dag en hann skoraði 38 stig í 25 skotum gjörsamlega á eldi. En einnig læddist hann Rafail Lanaras með veggjum og endaði með 29 stig. Dómarar Dómaratríóið í kvöld voru þeir Sigmundur Már , Bjarni Hliðkvíst og Daníel. Þeir voru með góða stjórn á leiknum. Alltaf hægt að tuða yfir einhverjum dómum en heilt yfir leyfðu þeir bara leiknum að fljóta vel sem hjálpaði klárlega í að gera hann að þessari skemmtun sem hann var. Stemning og umgjörð Að renna yfir heiðina á leik í hamingjunni er góð skemmtun og það var engin undantekning í kvöld. Frábær stemning að vana hinsvegar voru Ghetto Hooligans dónalegir á tímabili. Bónus-deild karla ÍR Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann fyrsta sigur tímabilsins þegar liðið lagði ÍR að velli, 98-92 í 6. umferð Bónus deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn stigu skrefinu fram úr á lokamínútunum og unnu að lokum tveggja stiga sigur. Leikurinn sjálfur var mjög góður og gaman að horfa á. Bæði lið sýndu frábæra takta sóknarlega en bæði lið voru með yfir 50% skotnýtingu. Frá fyrstu mínútum leiksins var hraði og hiti. Bæði lið skiptust á að þruma niður þriggja stiga skotum og einkenndist leikurinn af því að í báðum liðum voru frábærir bakverðir. Jacob Falko var að vana mjög góður og skilaði 26 stigum en allir aðrir í ÍR liðinu hefðu mátt skila meira í púkkið því hinu megin fór Jacoby Ross fyrir sínum og skoraði körfur í öllum regnbogans litum þegar liðið þurfti á því að halda. Þegar 1:45 voru eftir af leiknum setti Lazar Lugic risastóran þrist fyrir Þór og kom þeim í 94-90. Mínútu seinna kláraði Jacoby Ross eiginlega leikinn þegar hann komst á hringinn og kom Þór í 6 stiga forystu. Jacob Falko reyndi að klóra í bakkar fyrir ÍR-inga en hann skoraði 8 stig á síðustu 50 sekúndunum. Það reyndist ekki nóg og Þórsarar sóttu sinn fyrsta sigur 100-98 Atvik leiksins Atvikið var þegar Lazar setti þrist og kom heimamönnum í 4 stiga forystu það trylltist allt og fólk einhvern veginn vissi þá að þetta væri leikurinn sem þeir myndu loksins ná. Stjörnur og skúrkar Jacoby Ross er auðvitað Stjarnan í dag en hann skoraði 38 stig í 25 skotum gjörsamlega á eldi. En einnig læddist hann Rafail Lanaras með veggjum og endaði með 29 stig. Dómarar Dómaratríóið í kvöld voru þeir Sigmundur Már , Bjarni Hliðkvíst og Daníel. Þeir voru með góða stjórn á leiknum. Alltaf hægt að tuða yfir einhverjum dómum en heilt yfir leyfðu þeir bara leiknum að fljóta vel sem hjálpaði klárlega í að gera hann að þessari skemmtun sem hann var. Stemning og umgjörð Að renna yfir heiðina á leik í hamingjunni er góð skemmtun og það var engin undantekning í kvöld. Frábær stemning að vana hinsvegar voru Ghetto Hooligans dónalegir á tímabili.