Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 09:15 Brauðristir eru langt frá því að vera í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni. Vísir Desember er runninn upp, sá þriðji í dag og styttist í hátíð ljóss og friðar. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Hér að neðan má sjá eftirminnilegt innslag sem Ásgeir Erlendsson tók í Íslandi í dag árið 2015. Þar var Brynjar Níelsson alþingismaður sóttur heim en óhætt er að segja að honum bregði við svo til allt. Brauðristir, hávaxið fólk - bara nefna það. „Þetta lýsir sér bara þannig að óvænt hljóð, jafnvel sem ég veit að eru að koma, ef þau koma snöggt þá kippist ég allur við. Það getur dugað að einhver hávaxinn labbi snöggt fram hjá mér,“ segir þingmaðurinn. „Í verstu tilfellunum þá dett ég niður á hnén og eitt sinn þá datt ég í brauðrekkann í Bónus eftir að það var klappað á bakið á mér.“ Innslagið má sjá að neðan. Ísland í dag Jól Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Grín og gaman Mest lesið Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Börnin elska jólaþorpið hans afa Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól
Desember er runninn upp, sá þriðji í dag og styttist í hátíð ljóss og friðar. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Hér að neðan má sjá eftirminnilegt innslag sem Ásgeir Erlendsson tók í Íslandi í dag árið 2015. Þar var Brynjar Níelsson alþingismaður sóttur heim en óhætt er að segja að honum bregði við svo til allt. Brauðristir, hávaxið fólk - bara nefna það. „Þetta lýsir sér bara þannig að óvænt hljóð, jafnvel sem ég veit að eru að koma, ef þau koma snöggt þá kippist ég allur við. Það getur dugað að einhver hávaxinn labbi snöggt fram hjá mér,“ segir þingmaðurinn. „Í verstu tilfellunum þá dett ég niður á hnén og eitt sinn þá datt ég í brauðrekkann í Bónus eftir að það var klappað á bakið á mér.“ Innslagið má sjá að neðan.
Ísland í dag Jól Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Grín og gaman Mest lesið Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Börnin elska jólaþorpið hans afa Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól