Sonurinn vildi „óvenjulegt“ frí svo hún fór með hann til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 21:39 Claudia Winkelman er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Vísir/getty Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Bretland Íslandsvinir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu.
Bretland Íslandsvinir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira