Sportpakkinn: Buffon jafnaði met en ótrúlegt NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Getty/Paolo Rattini Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira