Fjölþætt verkefni - Ekkert fjármagn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. desember 2019 17:00 Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar