Segir Hauk betri en Óli Stef, Aron og Kristján voru á hans aldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 14:00 Haukur er marka- og stoðsendingahæstur í Olís-deild karla á tímabilinu. vísir/daníel Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020. Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11