Hollensku stelpurnar enduðu sigurgöngu Rússa og komust í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:00 Hollendingurinn Lois Abbingh fagnar sigri á móti Rússum í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35 Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita