Landsliðsþjálfari lofsyngur lið Víkinga Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 10:45 Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira