Vinir Viktoríu lýsa henni sem hörmulegum kokki en hún fékk lokaséns Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 11:31 Viktoría er ekki þekkt fyrir það að vera meistarakokkur. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í síðustu viku með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Að þessu sinni var komið að fjölmiðlakonunni Viktoríu Hermannsdóttur að læra sitthvað í eldhúsinu. Hún segist vera þekktust innan vinahópsins að vera hörmulegur kokkur og höfðu því vinir og vandamenn ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið. Eva Laufey kenndi henni að matreiða döðluköku og lasagne. Það gekk nokkuð vel og sló Viktoría í raun í gegn í matarboðinu. Hún bauð unnusta sínum Sóla Hólm í mat ásamt æskuvininum Janusi Erni Guðmundssyni, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Þórdísi Valsdóttur. Öll voru þau mjög sátt við útkomuna. Hér að neðan má sjá þegar Viktoría gerði döðlukökuna sem byrjaði nokkuð illa en allt gekk upp að lokum. Klippa: Vinir Viktoríu lýsa henni sem hörmulegum kokki en hún fékk lokaséns Hér að neðan má sjá uppskriftirnar úr þættinum. Lasagne Fyrir 4-6 Hráefni: ·1 msk ólífuolía ·2 stilkar sellerí ·1 laukur ·3 gulrætur ·2 hvítlauksrif ·800 g nautahakk ·Salt og pipar ·1 msk smátt söxuð steinselja ·1 msk smátt söxuð basilíka ·Spínat ·2 dós hakkaðir tómatar ·Handfylli fersk basilíka (..já aftur meiri basilíka) ·1 kjúklingateningur ·Múskat hneta ·Rifinn mozzarella ostur ·Parmesan ostur ·200 g kotasæla ·Lasagne plötur, helst ferskar Aðferð: 1.Hitið ólífuolíu í stórum og góðum potti (megið auðvitað nota pönnu en mér finnst best að gera þetta allt saman í einum potti) 2.Skerið sellerí, lauk, hvítlauk og sveppi mjög smátt og steikið við vægan hita í 1 – 2 mínútur. 3.Setjið hakkið út í pottinn og steikið, kryddið til með salti og pipar. 4.Bætið kryddjurtum út í pottinn og steikið áfram þar til hakkið er eldað í gegn. 5.Því næst fara maukaðir tómatar út í pottinn ásamt handfylli af basilíku, spínati og kjúklingatening. Hrærið vel í hakkblöndunni og leyfið þessu að malla við vægan hita í 10 – 15 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of þykk er gott að bæta við soðnu vatni. 6.Hitið ofninn í 180°C. 7.Setjið 1/3 af hakkblöndunni í eldfast mót, setjið mozzarella, parmesan og svolítið meira af spínati yfir. Því næst raðið þið lasagne plötum yfir (mér finnst best að nota ferskar). Setjið nokkrar skeiðar af kotusælu yfir lasagne plöturnar, dreifið vel úr og endurtakinn leikinn þar til eruð komin með þetta fína lasagne í nokkrum lögum. 8.Stráið mozzarella og nýrifnum parmesan osti yfir í lokin og bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. 9.Það er nauðsynlegt að leyfa lasagne að kólna vel áður en þið berið það fram. Ferskt salat og hvítlauksbrauð er fullkomið meðlæti. Döðlukaka með heimsins bestu karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 tsk salt 1 tsk vanilludropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Best er að byrja á því að stilla ofninn í 180°C. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið þá pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Það er gott að stappa döðlurnar rétt aðeins með gaffli. Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund. Næsta skref er að þeyta smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og gott er að þeyta í eina mínútu á milli. Setjið þurrefnin saman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Smyrjið hringlaga form, mér finnst best að nota smelluform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur. Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur 1. Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti. Berið kökuna fram með rjóma eða ís. Eva Laufey Matur Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í síðustu viku með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Að þessu sinni var komið að fjölmiðlakonunni Viktoríu Hermannsdóttur að læra sitthvað í eldhúsinu. Hún segist vera þekktust innan vinahópsins að vera hörmulegur kokkur og höfðu því vinir og vandamenn ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið. Eva Laufey kenndi henni að matreiða döðluköku og lasagne. Það gekk nokkuð vel og sló Viktoría í raun í gegn í matarboðinu. Hún bauð unnusta sínum Sóla Hólm í mat ásamt æskuvininum Janusi Erni Guðmundssyni, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Þórdísi Valsdóttur. Öll voru þau mjög sátt við útkomuna. Hér að neðan má sjá þegar Viktoría gerði döðlukökuna sem byrjaði nokkuð illa en allt gekk upp að lokum. Klippa: Vinir Viktoríu lýsa henni sem hörmulegum kokki en hún fékk lokaséns Hér að neðan má sjá uppskriftirnar úr þættinum. Lasagne Fyrir 4-6 Hráefni: ·1 msk ólífuolía ·2 stilkar sellerí ·1 laukur ·3 gulrætur ·2 hvítlauksrif ·800 g nautahakk ·Salt og pipar ·1 msk smátt söxuð steinselja ·1 msk smátt söxuð basilíka ·Spínat ·2 dós hakkaðir tómatar ·Handfylli fersk basilíka (..já aftur meiri basilíka) ·1 kjúklingateningur ·Múskat hneta ·Rifinn mozzarella ostur ·Parmesan ostur ·200 g kotasæla ·Lasagne plötur, helst ferskar Aðferð: 1.Hitið ólífuolíu í stórum og góðum potti (megið auðvitað nota pönnu en mér finnst best að gera þetta allt saman í einum potti) 2.Skerið sellerí, lauk, hvítlauk og sveppi mjög smátt og steikið við vægan hita í 1 – 2 mínútur. 3.Setjið hakkið út í pottinn og steikið, kryddið til með salti og pipar. 4.Bætið kryddjurtum út í pottinn og steikið áfram þar til hakkið er eldað í gegn. 5.Því næst fara maukaðir tómatar út í pottinn ásamt handfylli af basilíku, spínati og kjúklingatening. Hrærið vel í hakkblöndunni og leyfið þessu að malla við vægan hita í 10 – 15 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of þykk er gott að bæta við soðnu vatni. 6.Hitið ofninn í 180°C. 7.Setjið 1/3 af hakkblöndunni í eldfast mót, setjið mozzarella, parmesan og svolítið meira af spínati yfir. Því næst raðið þið lasagne plötum yfir (mér finnst best að nota ferskar). Setjið nokkrar skeiðar af kotusælu yfir lasagne plöturnar, dreifið vel úr og endurtakinn leikinn þar til eruð komin með þetta fína lasagne í nokkrum lögum. 8.Stráið mozzarella og nýrifnum parmesan osti yfir í lokin og bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. 9.Það er nauðsynlegt að leyfa lasagne að kólna vel áður en þið berið það fram. Ferskt salat og hvítlauksbrauð er fullkomið meðlæti. Döðlukaka með heimsins bestu karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 tsk salt 1 tsk vanilludropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Best er að byrja á því að stilla ofninn í 180°C. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið þá pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Það er gott að stappa döðlurnar rétt aðeins með gaffli. Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund. Næsta skref er að þeyta smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og gott er að þeyta í eina mínútu á milli. Setjið þurrefnin saman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Smyrjið hringlaga form, mér finnst best að nota smelluform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur. Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur 1. Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti. Berið kökuna fram með rjóma eða ís.
Eva Laufey Matur Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira