Hummer EV verður sennilega ekki fyrsti raf-pallbíllinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2020 07:00 Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent
Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent