„Minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2020 11:32 Magnús Geir tók við sem Þjóðleikhússtjóri seint á síðasta ári. Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira