Nærmynd af Ragnari Bjarnasyni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 12:28 Vilmælendur Íslands í dag lýsa Ragnari sem góðum og yndislegum manni. mynd/stöð 2 Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira