Hólmar í Búlgaríu: Forseti félagsins flúði land en stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall og kom til Levski Sofia árið 2017, fyrst á láni en svo var hann keyptur. Hann hefur skorað 6 mörk í 51 deildarleik með liðinu. Getty/Stuart Franklin Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu. Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn