Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:00 Sif Atladóttir með Sólveigu dóttur sinni eftir leik hjá íslenska landsliðinu í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi árið 2017. Getty/Maja Hitij Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira