Fangar andrúmsloftið í samkomubanninu með einstakri ljósmyndasýningu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2020 22:17 Þórhallur Sævarsson fyrir framan tvö af verkum sínum á sýningunni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi. Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi.
Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00