Segir ekkert koma í veg fyrir VAR á Íslandi annað en ákvörðunartökuna Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 19:30 Rikki G og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í VAR-herberginu þar sem leikur KR og Víkings R. var til skoðunar. MYND/STÖÐ 2 Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00