Gary Martin: Vitum hvað við erum góðir Ísak Hallmundarson skrifar 13. júní 2020 19:30 Gary Martin var í viðtali eftir leik Grindavíkur og ÍBV vísir/stöð 2 sport „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
„Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira