Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júní 2020 07:00 Mercedes-AMG E 63 S Limousine Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent