Bleikjan að taka um allt vatn Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2020 10:09 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd: KL Þetta er búið að vera einn besti júnímánuður sem margir veiðimenn muna eftir í vatnaveiði og þá sérstaklega á suður og vesturlandi. Það virðist nokkurn veginn vera sama hvar drepið sé niður fæti, það eru alls staðar fréttir af góðri veiði úr vötnunum. Þingvallavatn hefur ekki verið jafn gjöfult í júní lengi segja þeir sem stunda vatnið af miklum móð og það sama má segja um Úlfljótsvatn en veiðin þar hefur verið góð upp á síðkastið. Á Þingvöllum hafa veiðimenn haft það á orði að það sé næstum því sama hvar maður er staddur í vatninu snemma á morgnana eða seinni part kvöld, sem er klárlega besti tíminn, bleikjan sé bara að taka vel um allt vatn. Vötnin á Snæfellsnesi eru búin að vera mjög fín en Hraunsfjörður klárlega staðið þar upp úr enda veiðin búin að vera með afbrigðum góð hjá þeim sem þekkja vatnið og 10-20 bleikjur yfir daginn er bara normið. Það virðist vera sem bleikjan sé að koma vel undan vetri í vel flestum vötnum og núna þegar það hlýnaði vel seinni partinn af mánuðinum hefur verið mjög lífleg veiði í vötnunum á láglendinu. Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Þetta er búið að vera einn besti júnímánuður sem margir veiðimenn muna eftir í vatnaveiði og þá sérstaklega á suður og vesturlandi. Það virðist nokkurn veginn vera sama hvar drepið sé niður fæti, það eru alls staðar fréttir af góðri veiði úr vötnunum. Þingvallavatn hefur ekki verið jafn gjöfult í júní lengi segja þeir sem stunda vatnið af miklum móð og það sama má segja um Úlfljótsvatn en veiðin þar hefur verið góð upp á síðkastið. Á Þingvöllum hafa veiðimenn haft það á orði að það sé næstum því sama hvar maður er staddur í vatninu snemma á morgnana eða seinni part kvöld, sem er klárlega besti tíminn, bleikjan sé bara að taka vel um allt vatn. Vötnin á Snæfellsnesi eru búin að vera mjög fín en Hraunsfjörður klárlega staðið þar upp úr enda veiðin búin að vera með afbrigðum góð hjá þeim sem þekkja vatnið og 10-20 bleikjur yfir daginn er bara normið. Það virðist vera sem bleikjan sé að koma vel undan vetri í vel flestum vötnum og núna þegar það hlýnaði vel seinni partinn af mánuðinum hefur verið mjög lífleg veiði í vötnunum á láglendinu.
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði