Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 20:51 „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira