Haaland hent út af skemmtistað – Í skógarhögg eftir skilaboð frá pabba Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 16:30 Erling Braut Haaland sló í gegn á fyrsta misseri sínu sem leikmaður Dortmund. Hann er nú í stuttu sumarfríi. VÍSIR/GETTY Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst. Þýski boltinn Noregur Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst.
Þýski boltinn Noregur Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira