Líklegt að hungruðum fjölgi um hundrað milljónir á árinu Heimsljós 14. júlí 2020 15:00 Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. gunisal Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – The State of Food Security and Nutrition in the World. Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni. Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“ Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – The State of Food Security and Nutrition in the World. Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni. Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“ Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent