Solskjær segir að Chelsea fái ósanngjarnt forskot fyrir bikarleikinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 08:00 Bruno Fernandes og félagar í liði Manchester United fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn á móti Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira