Solskjær segir að Chelsea fái ósanngjarnt forskot fyrir bikarleikinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 08:00 Bruno Fernandes og félagar í liði Manchester United fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn á móti Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira