Stutt svar Elísabetar við væli andstæðinganna: „Þrjú stig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. júlí 2020 12:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil. mynd/@kristianstadsdff Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020 Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02
Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00
Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51
Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00