„Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Kristín opnar sig í viðtali við Sölva Tryggvason. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira